
Á loðnuveiðum. Ljósm. úr safni: Friðþjófur Helgason
Leggja til að loðnukvótinn verði aukinn í 197 þúsund tonn
Hafrannsóknastofnun hefur lokið við úrvinnslu niðurstaðna loðnumælinga sem fóru fram dagana 19.-25. janúar sl. Samkvæmt gildandi aflareglu strandríkja, sem byggir á niðurstöðum haustmælingar árið 2025 og þessarar vetrarmælingar, leggur Hafrannsóknastofnun til að afli á þessari vertíð verði allt að 197.474 tonn, en það er margfalt það magn sem stofnunin hafði áður mælt með veiðum á.