Stjórnsýsluhúsið í Búðardal.

Leita samstarfs í barnaverndarþjónustu

Sveitarstjórn Dalabyggðar leitar enn samstarfs sem tryggi að barnaverndarþjónusta sveitarfélagsins uppfylli kröfur laga um barnavernd frá árinu 2023. Þar er gerð krafa um að ekkert þjónustusvæði barnaverndar sé með færri íbúa en 6.000 íbúa. Sveitarfélagið hefur heimild til sjálfstæðis í málaflokknum til 28. febrúar næstkomandi.