
Mannúðarverkefninu Samhugur í Borgarbyggð barst góð gjöf í vikunni sem leið. Þá færðu börn í Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar, Margréti Katrínu Guðnadóttur forsvarskonu í Samhug peningagjöf. Börnin höfðu tekið sig til; saumað og selt gjafapoka. Allur afrakstur sölunnar rann til verkefnisins. Í vikunni sem leið bárust fleiri gjafir og styrkir til verkefnisins, meðal annars frá kvenfélögum…Lesa meira








