Sveinn Gestsson formaður kjörstjórnar í Dalabyggð les hér niðurstöðu kosninganna. Ljósm. aðsend

Sameining Dala og Húnaþings vestra felld

Kosningu íbúa í Dalabyggð og Húnaþingi vestra lauk síðdegis í dag og hafa atkvæði verið talin. Skemmst er frá því að segja að tillaga um sameiningu var felld í báðum sveitarfélögunum með afgerandi mun.

Í Dalabyggð voru 541 íbúar á kjörskrá. 326 kjósendur greiddu atkvæði. „Já“ sögðu 125 (38,34%) og „nei“ sögðu 196 (60,12%). Auðir og ógildir seðlar voru 5 (1,54%). Sameiningu var því hafnað.

Í Húnaþingi vestra voru 981 íbúi á kjörskrá. 607 kjósendur greiddu atkvæði. „Já“ sögðu 147 (24,2%) og „nei“ sögðu 448 (73,8%). Auðir og ógildir seðlar voru 12. Sameiningu var því hafnað.