Fréttir

true

Ráðist verði í bráðabirgðastækkun Skýjaborgar

Velferðar- og fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar telur brýna þörf á að bæta færanlegri kennslustofu við leikskólann Skýjaborg þar sem núverandi húsnæði skólans er fullnýtt. Á fundi nefndarinnar á dögunum kom fram að leikskólinn verður fullnýttur í janúar og að umsóknir fyrir vor og haust á næsta ári séu þegar umfram það rými sem til staðar er. Þá…Lesa meira

true

Átaksverkefni hafið um tvítengingu þéttbýlisstaða

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur hrundið af stað átaksverkefni til að tryggja að á annan tug þéttbýlisstaða og byggðakjarna verði tvítengdir, þ.e. fái tvöfalda ljósleiðaratengingu. Öll fjarskipti á þessum stöðum fara nú um einn ljósleiðarastreng. Við rof á slíkum strengjum verða staðirnir sambandslausir sé ekkert varasamband fyrir hendi. Samkomulag um átaksverkefnið var undirritað á Skagaströnd í…Lesa meira

true

Vatnsrennibraut verður endurnýjuð

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í liðinni viku að efna til útboðs á endurnýjun vatnsrennibrautar í sundlaug Borgarness. Stefnt er að því að endurnýja rennibrautina sjálfa en núverandi stálvirki verður yfirfarið og endurnýjað að hluta. Endurnýjunin fer fram á grundvelli minnisblaðs frá verkfræðistofunni Eflu.Lesa meira

true

Líf vill leiða áfram lista Sjálfstæðisflokks

„Ég hef ákveðið að bjóða fram krafta mína til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor,“ segir Líf Lárusdóttir bæjarfulltrúi í tilkynningu á FB síðu sinni. „Ástæðan er einföld; mér þykir vænt um bæinn minn. Ég trúi á samfélagið okkar, fólkið sem hér býr og þau tækifæri sem við höfum til að…Lesa meira

true

Saumuðu gjafapoka og seldu fyrir Samhug

Mannúðarverkefninu Samhugur í Borgarbyggð barst góð gjöf í vikunni sem leið. Þá færðu börn í Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar, Margréti Katrínu Guðnadóttur forsvarskonu í Samhug peningagjöf. Börnin höfðu tekið sig til; saumað og selt gjafapoka. Allur afrakstur sölunnar rann til verkefnisins. Í vikunni sem leið bárust fleiri gjafir og styrkir til verkefnisins, meðal annars frá kvenfélögum…Lesa meira

true

Sveitarstjórn samþykkti endurskoðað aðalskipulag öðru sinni

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum á fimmtudag endurskoðað aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037 og verður það nú sent Skipulagsstofnun til staðfestingar. Líkt og komið hefur fram í fréttum Skessuhorns frestaði Skipulagsstofnun staðfestingu aðalskipulagsins vegna óskar umhverfissamtakanna Sólar til framtíðar um að efnt yrði til undirskriftarsöfnunar og síðar almennrar íbúakosningar vegna aðslskipulagsins. Var það einkum vegna…Lesa meira

true

Sameining Dala og Húnaþings vestra felld

Kosningu íbúa í Dalabyggð og Húnaþingi vestra lauk síðdegis í dag og hafa atkvæði verið talin. Skemmst er frá því að segja að tillaga um sameiningu var felld í báðum sveitarfélögunum með afgerandi mun. Í Dalabyggð voru 541 íbúar á kjörskrá. 326 kjósendur greiddu atkvæði. „Já“ sögðu 125 (38,34%) og „nei“ sögðu 196 (60,12%). Auðir…Lesa meira

true

Jólahúsið slær alltaf í gegn

Jólahefðirnar eru mismunandi eins og þær eru margar. Jólahúsið í Grundarfirði er ein af þeim en þar hefur fjölskyldan sem býr á Grundargötu 86 boðið Grundfirðingum að eiga notalega stund saman. Jólahúsið hefur verið á hverju ári frá árinu 2011 að undanskildu einu ári þegar veiran skæða truflaði stemninguna árið 2020. Guðmundur Smári Guðmundsson og…Lesa meira

true

Jólasveinar briddsfélagsins

Áratuga hefð er fyrir því hjá Bridgefélagi Borgarfjarðar að koma saman á föstudagskvöldi á aðventu og spila jólasveinatvímenning. Þá gerir fólk jafnan vel við sig í mat og drykk. Jón bóndi á Kópareykjum og formaður leggur meðal annars til tvíreykt, furukryddað sauðalæri auk þess sem kökur og kruðerí er á borðum. Kerfið er brotið upp…Lesa meira

true

Sameining Borgarbyggðar og Skorradalshrepps stendur

Innviðaráðuneytið hefur með tveimur úrskurðum í dag hafnað kærum sem ráðuneytinu bárust um að íbúakosningar um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar yrðu felldar úr gildi. Íbúakosningin þar sem sameiningin var samþykkt með talsverðum meirihluta atkvæða stendur því og sveitarfélögin sameinast því formlega að loknum sveitarstjórnarkosningum 16. maí. Eins og áður sagði bárust innviðaráðuneytinu tvær kærur. Annars…Lesa meira