Fréttir

true

Aðalsteinn Valur átti verðlaunamynd Grundarfjarðar

Úrslit í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar voru kynnt á aðventudegi Kvenfélagsins Gleym mér ei í gær. Alls barst 41 mynd í keppnina en þema hennar var „dýralíf.“ „Sást glögglega á myndunum að í Grundarfirði er fjölbreytt dýralíf og hæfileikaríkir ljósmyndarar,“ segir í frétt á vef bæjarins. Í ár var dómnefndin skipuð þeim Mörtu Magnúsdóttur og Rakel Birgisdóttur…Lesa meira

true

Hækkun erfðafjárskatts gæti leitt til þvingaðrar sölu jarða

Sérfræðingar Deloitte Legal ehf. segja í umsögn sinni til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld og tolla muni leiða af sér óskýrleika í erfðamálum og valda talsverðri hækkun á erfðafjárskatti. Í umsögninni kemur fram að í frumvarpinu sé lagt til að við ákvörðun erfðafjárskatts skuli lönd…Lesa meira

true

Gríðarlegt högg á atvinnustarfsemi í Stykkishólmi

Síðdegis á föstudaginn undirritaði Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra reglugerð um þann hluta byggðakerfis fiskveiðistjórnunarkerfisins sem tilheyrir m.a. byggðakvóta, línuívilnum og skel- og rækjubótum. Alla jafnan er þessi reglugerð gefin út fyrir upphaf fiskveiðisárs hverju sinni sem hefst 1. september. Í sumar var byggðakerfið svokallaða fært undan atvinnuvegaráðherra til innviðaráðherra. Undanfarna mánuði hefur innviðaráðherra unnið að þessari…Lesa meira

true

Dagur reykskynjarans er í dag – eru ekki slíkur/ir á þínu heimili?

Reykskynjari er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hafa slíkir oft á tíðum bjargar mannslífum. Dagur reykskynjarans er 1. desember ár hvert og þá er gott að kanna hvort reykskynjarar séu uppsettir og virkir. Nauðsynlegt er að hafa eldvarnir heimilisins í lagi. Nýir reykskynjarar eru iðulega með rafhlöðu sem endist jafn lengi og reykskynjarinn, eða í…Lesa meira

true

Uppskeruhátíð hestamannafélagsins Snæfellings

Uppskeruhátíð hestamannafélagsins Snæfellings var haldin á Klifi í Ólafsvík sl. föstudag. Hefð er fyrir því að veita knöpum í barna,- unglinga- og ungmennaflokki í félaginu hvatningarverðlaun fyrir þátttöku í mótum á afstöðnu tímabili. Knapar sem hlutu viðurkenningu í barnaflokki voru þær Tinna Unnsteinsdóttir og Bjartey Ebba Júlíusdóttir. Knapar sem hlutu viðurkenningu í unglingaflokki eru Ari…Lesa meira

true

Sækir um að halda jóla- og áramótaball á Akranesi

Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar síðastliðinn fimmtudag var tekin fyrir umsókn frá Kötlu Bjarnadóttur í Útgerðinni bar við Stillholt um að halda tvo dansleiki um hátíðirnar í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Annars vegar er sótt um að halda Jólaball frá klukkan 22 að kvöldi annars í jólum og til kl. 04:30. Hins vegar er sótt um að…Lesa meira

true

Samið um fækkun flóttafólks í sveitarfélaginu

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag var lagður fram þriðji viðauki við þjónustusamning milli félags- og húsnæðismálaráðuneytis og sveitarfélagsins um samræmda móttöku flóttafólks. Einkum er um að ræða mál sem snertir flóttafólk með búsetu á Bifröst. „Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja III. viðauka við þjónustusamning um samræmda móttöku flóttafólks sem felur í sér…Lesa meira

true

Dagforeldrar fá stofn- og aðstöðustyrk

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögu skóla- og frístundaráðs um að Akraneskaupstaður veiti stofn- eða aðstöðustyrk til dagforeldra, allt að 250.000 krónur, gegn eins árs starfsskyldu. Styrkurinn er hugsaður sem hvatning til að hefja störf sem dagforeldri í sveitarfélaginu og sem hvatning til þeirra sem þegar eru starfandi.Lesa meira

true

Drangar stefna á að verða fyrsti valkostur neytenda

Drangar, nýtt félag á neytendamarkaði, hefur tryggt sér þrjá milljarða króna með útboði á nýju hlutafé. „Útboðið gekk að óskum og var umframeftirspurn á meðal fjárfesta,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Drangar er nýr áskorandi á smásölumarkaði sem tók til starfa fyrr á þessu ári í framhaldi af sameiningu félaga sem starfa á þeim markaði.…Lesa meira

true

Stofnar flutningafyrirtæki á áttræðisaldri

Flestir sem komast á áttræðisaldur hætta störfum á almennum vinnumarkaði og jafnvel fyrr ef þeir hafa tök á því. En það er ekki í tilfelli allra. Valdimar Þorvaldsson á Akranesi stofnaði á 71 árs afmælisdegi sínum fyrir viku síðan fyrirtækið Valdimar Þorvaldsson ehf. Hann hyggst bjóða upp á daglega vöruflutninga frá Reykjavík til Akraness alla…Lesa meira