Fréttir

Drangar stefna á að verða fyrsti valkostur neytenda

Drangar, nýtt félag á neytendamarkaði, hefur tryggt sér þrjá milljarða króna með útboði á nýju hlutafé. „Útboðið gekk að óskum og var umframeftirspurn á meðal fjárfesta,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Drangar er nýr áskorandi á smásölumarkaði sem tók til starfa fyrr á þessu ári í framhaldi af sameiningu félaga sem starfa á þeim markaði. Á síðasta ári var velta fyrirtækja Dranga um 78 milljarðar króna. Í eigu Dranga er Orkan með 75 þjónustustöðvar um allt land, þvottastöðvar Löðurs og lyfjaverslanir Lyfjavals auk smásöluverslana á yfir 60 stöðum víðsvegar um land undir hatti Samkaupa. Verslanir Samkaupa eru Nettó, Prís, Krambúðin, Kjörbúðin, Iceland, 10 – 11 og netverslunin Heimkaup. Fyrirtæki Dranga reka samtals 160 þjónustustaði um allt land.“