Fréttir

true

Skipulagsstofnun mun ekki um sinn staðfesta nýtt aðalskipulag

Skipulagsstofnun hefur tilkynnt að hún muni ekki staðfesta aðalskipulag Borgarbyggðar 2025–2037 með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda, að svo stöddu. Ástæða þessarar ákvörðunar stofnunarinnar er ósk stjórnar náttúrverndarsamtakanna Sólar til framtíðar frá 5. nóvember sl. um að fram fari söfnun undirskrifta þar sem íbúar geti mótmælt ákvörðun sveitarstjórnar að samþykkja aðalskipulagið. Skipulagsstofnun hyggst nú leita…Lesa meira

true

Yngri blakiðkendur UMFG fóru mikinn um helgina

Íslandsmót yngri flokka í blaki fór fram um helgina í Kórnum í Kópavogi og í Laugardalnum. Ungmennafélag Grundarfjarðar sendi lið í U16 kvenna, U14 kvenna og tvö lið U12 í karla og eitt U12 lið kvenna. Ekki var spilað í U16 karla en drengir frá UMFG fóru í hæfileikabúðir á vegum Blaksambands Íslands þar sem…Lesa meira

true

Stýrivextir lækkaðir um 25 punkta

Seðlabankinn ákvað í morgun að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig og fara því þeir úr 7,5% og í 7,25%. „Verðbólga var 4,3% í október og jókst um 0,2 prósentur frá mánuðinum á undan. Hún hefur haldist í um 4% í tæpt ár. Undirliggjandi verðbólga sýnir áþekka þróun. Hægt hefur á vexti innlendrar eftirspurnar í takt…Lesa meira

true

Héldu Októberfest í nóvember!

Skíðaráð Snæfellsness stóð fyrir glæsilegri októberfest veislu á Gamla netaverkstæðinu í Grundarfirði föstudaginn 14. nóvember síðastliðinn. Vinum, velunnurum og áhugafólki um skíðasvæðið var boðið að koma en veislan var liður í fjáröflun félagsins sem stendur í stórframkvæmdum þessa dagana. Boðið var upp á grillaðar bratwurst pylsur, súrkál og veigar. Þarna var hægt að freista gæfunnar…Lesa meira

true

Veitur boða Skagamenn til íbúafundar í kvöld

„Við hjá Veitum viljum heyra í íbúum og fyrirtækjum á Akranesi og ræða starfsemi Veitna á svæðinu. Við berum ábyrgð á rafmagnsdreifingunni, hitaveitunni, hreinu neysluvatni og fráveitunni í bænum. Við ætlum meðal annars að ræða fyrirhugaða leit að heitu vatni, hvers vegna lekar eru algengari á sumum svæðum en öðrum og hvernig Veitur munu vaxa…Lesa meira

true

Lítil nýliðun hörpudisks í Breiðafirði

Samkvæmt fyrstu vísbendingum úr rannsóknarleiðangri Hafrannsóknastofnunar í sumar í Breiðafirði virðist sem litlar breytingar hafi orðið í útbreiðslu og nýliðun hörpudisks frá fyrri leiðöngrum. Þetta kemur fram í viðtali á vef Fiskifrétta við Jacob Matthew Kasper leiðangursstjóra og fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Hann segir að sýni tekin með plóg í Breiðasundi sýni vísbendingar um lítilsháttar nýliðun…Lesa meira

true

Úrskurðarnefnd fellir úr gildi deiliskipulag á Varmalandi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur með úrskurði sínum fellt úr gildi deiliskipulag íbúðarbyggðar á Varmalandi í Borgarfirði sem Borgarbyggð hafði samþykkt 8. maí í vor. Deiliskipulag íbúðarbyggðarinnar tók gildi 17. nóvember 2005. Í greinargerð þess kom fram að grunnskóli og þéttbýlismyndun væri á Varmalandi og vegna aukinnar eftirspurnar eftir húsnæði til heilsársbúsetu væri nú ráðist…Lesa meira

true

Tvennir tónleikar hjá sjötugum Tónlistarskóla Akraness

Tónlistarskóli Akraness heldur upp á 70 ára afmæli með tvennum tónleikum í Tónbergi föstudaginn 21. nóvember; klukkan 17 og 20. Miðasala fer fram í skólanum og á Midix.is. „Á tónleikunum mun fjölmennur hópur nemenda og kennara stíga á svið; bæði einsöngvarar og hljóðfæraleikarar af öllum gerðum. Á dagskránni verður sérstakt Skagaþema, þar sem meðal annars…Lesa meira

true

Þriggja ára verndartollar ESB á Ísland og Noreg

Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í morgun tillögu um þriggja ára verndartolla á innflutt járnblendi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Bæði íslensk og norsk stjórnvöld lögðu fast að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að veita undanþágu þar sem þau eru í nánum tengslum í gegnum EES-samninginn. Verndartollunum er lýst sem „mikilvægu skrefi“ til að vernda evrópskan járnblendiiðnað, segir í tilkynningu…Lesa meira

true

Skammt stórra högga á milli hjá UMFG

Kvennalið Ungmennafélag Grundarfjarðar í blaki hefur staðið í ströngu undanfarna daga. Mjög þétt hefur verið spilað í vetur og hefur liðið spilað tvo leiki síðan um miðja síðustu viku. Miðvikudaginn 12. nóvember tóku stelpurnar á móti liði HK-U20 sem er skipað ungum og efnilegum leikmönnum HK. Leikurinn var nokkuð jafn þó að lið UMFG hafi…Lesa meira