
Alexandra Björg Andradóttir hamrar boltann yfir netið á móti HK U20 síðasta miðvikudag. Ljósm. tfk
Skammt stórra högga á milli hjá UMFG
Kvennalið Ungmennafélag Grundarfjarðar í blaki hefur staðið í ströngu undanfarna daga. Mjög þétt hefur verið spilað í vetur og hefur liðið spilað tvo leiki síðan um miðja síðustu viku. Miðvikudaginn 12. nóvember tóku stelpurnar á móti liði HK-U20 sem er skipað ungum og efnilegum leikmönnum HK. Leikurinn var nokkuð jafn þó að lið UMFG hafi reynst aðeins sterkara. Heimastúlkur unnu fyrstu hrinuna 25-19 og hrinu tvö 25-21. Þriðja hrinan endaði svo 25-15 UMFG í vil og þar með unnu þær leikinn 3-0.