Fréttir
Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna. Ljósm. aðsend

Veitur boða Skagamenn til íbúafundar í kvöld

„Við hjá Veitum viljum heyra í íbúum og fyrirtækjum á Akranesi og ræða starfsemi Veitna á svæðinu. Við berum ábyrgð á rafmagnsdreifingunni, hitaveitunni, hreinu neysluvatni og fráveitunni í bænum. Við ætlum meðal annars að ræða fyrirhugaða leit að heitu vatni, hvers vegna lekar eru algengari á sumum svæðum en öðrum og hvernig Veitur munu vaxa með samfélaginu á Skaganum,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna í aðsendri tilkynningu. „Okkur langar að spjalla við íbúa um uppbygginguna sem fram undan er, áskoranir og tækifæri. Við vonum að sem flest komi að hitta okkur því við viljum auðvitað veita þá þjónustu sem best verður á kosið,“ segir Sólrún.