
Lið U14 kvenna, en allar stelpurnar eru á yngra ári í sínum flokki, stóðu sig vel þrátt fyrir erfiða leiki.
Yngri blakiðkendur UMFG fóru mikinn um helgina
Íslandsmót yngri flokka í blaki fór fram um helgina í Kórnum í Kópavogi og í Laugardalnum. Ungmennafélag Grundarfjarðar sendi lið í U16 kvenna, U14 kvenna og tvö lið U12 í karla og eitt U12 lið kvenna. Ekki var spilað í U16 karla en drengir frá UMFG fóru í hæfileikabúðir á vegum Blaksambands Íslands þar sem þeir stunduðu æfingar.