
Ráðhús Borgarbyggðar. Ljósm. gj
Skipulagsstofnun mun ekki um sinn staðfesta nýtt aðalskipulag
Skipulagsstofnun hefur tilkynnt að hún muni ekki staðfesta aðalskipulag Borgarbyggðar 2025–2037 með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda, að svo stöddu. Ástæða þessarar ákvörðunar stofnunarinnar er ósk stjórnar náttúrverndarsamtakanna Sólar til framtíðar frá 5. nóvember sl. um að fram fari söfnun undirskrifta þar sem íbúar geti mótmælt ákvörðun sveitarstjórnar að samþykkja aðalskipulagið. Skipulagsstofnun hyggst nú leita upplýsinga hjá sveitarstjórn um stöðu málsins og afstöðu hennar til fyrirhugaðrar undirskriftasöfnunar.