
Á myndinni má m.a. sjá hluta gróðrarstöðvarinnar á Laugalandi, Hótel Varmaland og götuna sem liggur að íbúðabyggðinni hvar deiliskipulagið hefur nú verið dæmt ógilt. Ljósm. mm
Úrskurðarnefnd fellir úr gildi deiliskipulag á Varmalandi
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur með úrskurði sínum fellt úr gildi deiliskipulag íbúðarbyggðar á Varmalandi í Borgarfirði sem Borgarbyggð hafði samþykkt 8. maí í vor. Deiliskipulag íbúðarbyggðarinnar tók gildi 17. nóvember 2005. Í greinargerð þess kom fram að grunnskóli og þéttbýlismyndun væri á Varmalandi og vegna aukinnar eftirspurnar eftir húsnæði til heilsársbúsetu væri nú ráðist í gerð deiliskipulags íbúðarhverfis sunnan byggðar. Með skipulaginu var gert ráð fyrir 11 einbýlishúsalóðum, tveimur lóðum fyrir parhús og tveimur lóðum fyrir raðhús auk þess sem að húsin yrðu tengd hitaveitu Varmalands.