Fréttir

true

Stórt tap ÍA í Keflavík

Sjöunda umferð Bónusdeildar karla í körfuknattleik hófst í gærkvöldi og héldu Skagamenn til Keflavíkur þar sem þeir mættu heimamönnum. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og að loknum fyrsta leikhluta var staðan 22-21. Eftir það tóku leikmenn Keflavíkur öll völd á vellinum. Staðan í hálfleik var 51-33 og leiknum lauk svo með stórsigri Keflavíkur…Lesa meira

true

Framkvæmdir við Andakílsárvirkjun háðar byggingarleyfi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur kveðið upp þann úrskurð að fyrirhugaðar framkvæmdir Orku náttúrunnar (ON) og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við tímabundna styrkingu jarðvegsstíflu við inntakslón Andakílsárvirkjunar séu háðar byggingaleyfi. Forsaga málsins er sú að árið 2023 óskuðu áðurnefnd fyrirtæki eftir framkvæmdaleyfi til Skorradalshrepps vegna áðurnefndrar framkvæmdar. Um var að ræða 2.500 rúmmetra af stórgrýti sem…Lesa meira

true

Leitin að Hamborgartrénu bar árangur í Skorradal

Það rekur margt verkefnið á fjörur starfsmanna Faxaflóahafna. Flest eru þau, eins og nærri má geta, bundin við sjávarsíðuna. Eitt af allra vandasömustu verkefnunum og um leið það sem mest eftirvænting er tengd við er að sjálfsögðu leitin að Hamborgartrénu. Sem kunnugt er hefur Hamborgartréð lýst upp aðventuna við Miðbakka Reykjavíkurhafnar frá árinu 1965 og…Lesa meira

true

Efla sinnir verkfræðihönnun Skýjaborgar

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd Hvalfjarðarsveitar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Eflu um verkfræðihönnun Skýjaborgar, nýs leikskóla í Melahverfi. Hönnunin var boðin út og bárust tvö tilboð. Annars vegar frá Verkís sem bauð tæpar 55 milljónir í verkið og hins vegar tilboð Eflu að fjárhæð tæpar 43 milljónir króna. Ráðgert er að leikskólinn…Lesa meira

true

Fyrrum hús fyrir sumarbúðir eldi að bráð

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var klukkan 20 í kvöld kallað að bænum Tungu í Svínadal. Eldur logaði í húsi sem fyrir margt löngu var nýtt sem sumarbúðir fyrir börn. Húsið var mannlaust og engan sakaði. Ekki hefur verið dvalið í húsinu til fjölda ára, en það notað sem geymsla. Þegar slökkvilið kom á staðinn var…Lesa meira

true

80 milljarðar og 800 störf á næstu fimm til tíu árum

Grunnur lagður að grænum iðngarði á Grundartanga Í dag var skrifað undir samstarfsyfirlýsingu um grænan iðngarð á Grundartanga. Að undirskrift samningsins komu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Elkem Ísland ehf., Þróunarfélag Grundartanga ehf. og Orkuveitan, ásamt dótturfélögum sínum Orku náttúrunnar og Carbfix. Samstarfinu, sem yfirlýsingin tekur til, er ætlað að styðja við samkeppnishæfni íslensks iðnaðar, skapa…Lesa meira

true

Fjármálaráðherra sagði hótun um verndartolla grafa undan samstarfinu

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sat í dag í Brussel fund fjarmála- og efnahagsráðherra ESB ásamt ráðherrum frá öðrum EFTA ríkjum. Árlega býður ESB EFTA ríkjunum á svokallaðan Ecofin fund, en þar gefst þeim tækifæri á að taka upp mál sem eru ofarlega á baugi. Í skýrslu EFTA ríkjanna, sem lögð var fyrir fundinn,…Lesa meira

true

Akraneskaupstaður hlýtur styrk í þágu farsældar barna

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur veitt 474 milljónum króna til sveitarfélaga í þágu farsældar barna með áherslu á að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi meðal barna. Í frétt frá ráðuneytinu segir að styrkirnir séu liður í aðgerðum stjórnvalda vegna ofbeldis barna og gegn börnum. Alls bárust 119 umsóknir frá 37 sveitarfélögum með aðkomu…Lesa meira

true

Gefur út plötuna Vísur við ljóð kvenna

Steinunn Þorvaldsdóttir tónlistarkona og tónskáld frá Hjarðarholti stefnir að því fyrir áramót að gefa út plötu með frumsömdum lögum. Um liðna helgi var hún og hópur tónlistarfólks í Reykholtskirkju við upptökur. Platan ber heitið Vísur og inniheldur níu kórverk sem Steinunn samdi við ljóð íslenskra kvenna. Þar af eru þrjú ljóðskáldanna úr Borgarfirði og tvö…Lesa meira

true

Úthluta styrkjum til orkuskipta

Loftslags- og orkusjóður hefur úthlutað 1.308 milljónum króna til 109 verkefna sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eða fela í sér nýsköpun og innleiðingu nýrrar tækni á sviðu umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Mikill áhugi var á styrkjum úr sjóðnum, en alls bárust 292 umsóknir og nam heildarupphæð umsókna alls 8.845 milljónum króna sem er…Lesa meira