Fréttir

true

Pílufélagið með mót í dartung

Á laugardaginn fór fram fjórða og síðasta stigamót ársins í dartung hjá Pílufélagi Akraness. Félagið átti tvo fulltrúa á þessu móti, þá Harald Magnússon og Hafstein Orra Gunnarsson. Báðir duttu þeir út í 16 manna úrslitum og enduðu í 9.-16. sæti í sínum aldursflokki. „Dagurinn heppnaðist stórvel og bauð PFA keppendum upp á pítsuveislu í…Lesa meira

true

Skallagrímur féll úr VÍS-bikarkeppninni

VÍS-bikarkeppnin í körfuknattleik karla hófst í gærkvöldi með nokkrum leikjum í 32 liða úrslitum keppninnar. Lið Skallagríms fékk lið Breiðabliks í heimsókn en bæði liðin leika í 1. deild Íslandsmótsins. Þar er Breiðablik í öðru sæti eftir tvær umferðir en Skallagrímur er án stiga. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og að honum…Lesa meira

true

Þróttur bauð lægst í sjóvarnir á Akranesi

Þrjú tilboð bárust í gerð sjóvarna á Akranesi sem Vegagerðin bauð út fyrir nokkru. Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns er um að ræða sjóvarnir á tveimur stöðum. Annars vegar 30 metra lengingu sjóvarnar við dæluhúsið á Ægisbraut og hins vegar hækkun og styrking sjóvarnar á 200 metra löngum kafla við Krókalón. Áætlaður kostnaður…Lesa meira

true

Vilja setja upp listaverk við aðkomu til Ólafsvíkur

Hildigunnur Haraldsdóttir og Þórir Hlífar Gunnarsson hafa óskað heimildar Snæfellsbæjar til uppsetningar listaverks við aðkomu til Ólafsvíkur. Í bréfi þeirra til bæjarstjórnar kemur fram að fallist bæjaryfirvöld á þessa hugmynd verði sótt um styrk til verksins hjá Uppbyggingarsjóði Vesturlands og einnig óskað eftir samstarfið við Snæfellsbæ. Þá hyggjast þau Hildigunnur og Þórir Hlífar styrkja uppsetningu…Lesa meira

true

Mannfjöldaspá dregur úr byggingaþörf

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur endurskoðað mat sitt á íbúðaþörf í ljósi útgáfu nýrrar mannfjöldaspár Hagstofu Íslands í síðustu viku. „Samkvæmt uppfærðri spá telur HMS að byggja þurfi að meðaltali um 4.000 íbúðir á ári fram til ársins 2050 til þess að uppfylla íbúðaþörf, en fyrra mat benti til þess að árleg íbúðaþörf væri yfir 4.500…Lesa meira

true

Eggjaframleiðsla þorsks jókst mest í Faxaflóa og Breiðafirði

Eggjaframleiðsla þorsks jókst mest í Breiðafirði og í Faxaflóa eftir árið 2010. Þetta kemur fram í nýlegri grein í tímaritinu ICES Journal of Marine Science en sagt er frá henni á vef Hafrannsóknarstofnunar. Í greininni er sagt frá rannsóknum á eggjaframleiðslu, metin áhrif meðalstærðar og aldursdreifingar á eggjaframleiðslu ásamt því að meta lifun þorskseiða fyrsta…Lesa meira

true

Afgerandi meirihluti fylgjandi Sundabraut

Þrír af hverjum fjórum landsmanna eru hlynntir lagningu Sundabrautar samkvæmt könnun sem Maskína vann fyrir Vegagerðina. Af þeim 76% sem eru hlynnt því að Sundabraut verði lögð eru ríflega 47% því mjög hlynnt og 28,5% frekar hlynnt. Könnunin fór fram dagana 3. til 15. október og voru svarendur 2.182 talsins.Lesa meira

true

Kostnaður vegna kjarasamninga meðal þátta sem sliga rekstur heilbrigðisstofnana

Nýgerðir kjarasamningar við lykilstéttir heilbrigðisþjónustunnar munu kosta heilbrigðisstofnanir umtalsverða fjármuni og má þar nefna að kostnaðarauki vegna nýs kjarasamnings lækna er um 30%. Þetta kemur fram í bréfi sem forstjórar sex heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni sendu fjárlaganefnd Alþingis vegna fjárlaga ársins 2026. Fram kemur að áðurnefndar stofnanir verði allar reknar með umtalsverðum halla á árinu 2025…Lesa meira

true

Söngtónleikar í Vinaminni á fimmtudagskvöld

Kalman – tónlistarfélag Akraness býður til stórtónleika á Vökudögum nk. fimmtudag, 23. október kl. 20. Þar kemur fram stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson ásamt stórtenórnum Kolbeini Jóni Ketilssyni og Matthildi Önnu Gísladóttur píanóleikara. Á efnisskránni eru íslensk og erlend sönglög úr ýmsum áttum eftir Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson, Franz Schubert, Hugo Wolf, Fransexco Paolo Tosti, Richard Strauss…Lesa meira

true

Sigurjónsvaka í tali og tónum

Laugardaginn 25. október kl. 16.00 verður viðburður í Hallgrímskirkju í Saurbæ. „Í ár heiðrum við sr. Sigurjón Guðjónsson (1901 – 1995) sem sat hér í Saurbæ allan sinn starfsaldur. Hann var gott sálmaskáld og á níu sálma í núverandi sálmabók. Sr. Sigurjón var bæði prestur og prófastur og sat staðinn þegar núverandi kirkja var byggð…Lesa meira