
Sigurjónsvaka í tali og tónum
Laugardaginn 25. október kl. 16.00 verður viðburður í Hallgrímskirkju í Saurbæ. „Í ár heiðrum við sr. Sigurjón Guðjónsson (1901 - 1995) sem sat hér í Saurbæ allan sinn starfsaldur. Hann var gott sálmaskáld og á níu sálma í núverandi sálmabók. Sr. Sigurjón var bæði prestur og prófastur og sat staðinn þegar núverandi kirkja var byggð og vígð,“ segir í tilkynningu. Kór Saurbæjarprestakalls ásamt Ástu Marý Stefánsdóttur flytur tíu sálma Sigurjóns, bæði frumorta og þýdda. Í veikindaleyfi organistans er það Erla Rut Káradóttir sem verður organisti og stjórnandi. Séra Jón Helgi Þórarinsson fjallar um sálmana og sálmaskáldið og sr. Kristján Valur Ingólfsson flytur inngangs- og lokaorð.