Fréttir

true

Annir í umferðareftirliti og nokkur óhöpp

Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af ríflega hálfu hundraði ökumanna í vikunni vegna of hraðs aksturs. Auk þess voru brot um 250 ökumanna mynduð með færanlegri hraðamyndavél embættisins. Einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Ýmis óhöpp voru í umferðinni í vikunni. Í Borgarnesi var vespu ekið í veg fyrir bifreið með þeim afleiðingum…Lesa meira

true

Blóði safnað á Akranesi í dag

Blóðbankabíllinn verður við Stillholt 16-18 á Akranesi í dag, þriðjudaginn 21. október, frá kl. 10:00 – 17:00. Þangað eru allir sem mega gefa blóð hvattir til að mæta.Lesa meira

true

AvAir höllin tekin í notkun á næstu dögum

Í júní í sumar gerði Körfuknattleiksfélag ÍA samning við AvAir um að gerast aðalstyrktaraðili liðsins. Samhliða því mun keppnishús félagsins á Jaðarsbökkum bera nafn fyrirtækisins. AvAir er bandarískt fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi og leiðandi aðili á heimsvísu í viðskiptum með flugvélavarahluti. Fyrirtækið þjónustar þúsundir viðskiptavina um heim allan. Framkvæmdastjóri AvAir fyrir Evrópu, Mið-Austurlönd og Afríku…Lesa meira

true

Elkem dregur úr framleiðslu og boðar uppsagnir á Íslandi og í Noregi

Elkem ASA hefur ákveðið að draga að hluta úr framleiðslu kísiljárns í verksmiðjunum í Rana í Noregi og á Grundartanga í Hvalfirði vegna krefjandi markaðsaðstæðna. „Skerðingin getur leitt til tímabundinna uppsagna starfsmanna,“ segir í tilkynningu frá Elkem í Noregi. „Við höfum ákveðið að draga tímabundið úr framleiðslu vegna áframhaldandi veikrar markaðsaðstæðna í Evrópu, sem hefur…Lesa meira

true

Skatturinn óskar eftir gjaldþrotaskiptum Fasteflis ehf.

Skatturinn hefur krafist þess að fyrirtækið Fastefli ehf. í Mosfellsbæ verði tekið til gjaldþrotaskipta. Verður krafan tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. nóvember. Þetta kom fram í fyrirkalli í Lögbirtingablaðinu fyrr í mánuðinum. Óvenjulegt er að þessi háttur sé hafður á í tilkynningu sem þessari en hún er til komin vegna þess að fyrirsvarsmaður fyrirtækisins…Lesa meira

true

Eyjólfur dregur til baka kröfu um meirapróf á dráttarvélar

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur dregið til baka tillögu um breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 830/2011. Breytingin féll vægast sagt í grýttan jarðveg hjá bændum, enda fól hún í sér forsendubrest á fjölmörgum bújörðum. „Ég get upplýst að fallið verður frá áformum um þrepaskipt réttindi til aksturs dráttarvéla,“ skrifar Eyjólfur í tilkynningu. Þegar samráðsferli lauk…Lesa meira

true

Fyrsti kynningarfundurinn í kvöld vegna Sundabrautar

Klukkan 18 í dag er Vegagerðin búin að boða fyrsta kynningarfundinn vegna væntanlegrar Sundabrautar. Verður hann haldinn í Klébergsskóla á Kjalarnesi. „Umhverfismatsskýrsla vegna Sundabrautar og drög að aðalskipulagsbreytingu eru komin til kynningar í Skipulagsgáttinni. Haldnir verða þrír kynningarfundir í Reykjavík fyrir íbúa. Aðalvalkostir verða kynntir og fjallað um áhrif þeirra á íbúa og starfsemi í…Lesa meira

true

Vestri tryggði sæti ÍA í Bónusdeildinni að ári

Spennan í fallbaráttu Bónusdeildar karla í knattspyrnu er mikil og það sást vel í leikjum næst síðustu umferðar sem leikin var í gær. Fyrir umferðina voru aðeins lið KA og ÍBV búin að tryggja sæti sitt meðal þeirra bestu á næsta ári. Lið ÍA, sem hefur verið á miklu skriði að undanförnu, var komið úr…Lesa meira

true

Verkís endurgreiddi að eigin frumkvæði vegna ráðgjafar í undirbúningi niðurrifs

Verkís hf. ákvað að eigin frumkvæði eð endurgreiða Borgarbyggð í júlí 850.000 króna þóknun sem innheimt var vegna ráðgafar í magntöku í fyrri áfanga niðurrifs Sláturhússins í Brákarey. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns var fyrri áfangi niðurrifsins boðinn út og átti Ó.K. Gámaþjónua-sorphirða ehf. lægsta tilboðið, tæpar 51,5 milljónir króna, en kostnaðaráætlun…Lesa meira

true

Systkini Íslandsmeistarar í víðavangshlaupi

Víðavangshlaup Íslands fór fram í Laugardalnum á laugardaginn. Hlaupið er meistaramót Íslands í víðavangshlaupum og er opið öllum óháð getustigi. Vegalengdir í hlaupinu voru 1,5 km, 4,5 km og 9 km og síðan keppt í aldursflokkum. Start og mark var á miðju tjaldsvæði Reykjavíkurborgar í Laugardal og hlaupið í grasbrekkum og malarstígum þar í kring.…Lesa meira