
Fyrsti kynningarfundurinn í kvöld vegna Sundabrautar
Klukkan 18 í dag er Vegagerðin búin að boða fyrsta kynningarfundinn vegna væntanlegrar Sundabrautar. Verður hann haldinn í Klébergsskóla á Kjalarnesi. „Umhverfismatsskýrsla vegna Sundabrautar og drög að aðalskipulagsbreytingu eru komin til kynningar í Skipulagsgáttinni. Haldnir verða þrír kynningarfundir í Reykjavík fyrir íbúa. Aðalvalkostir verða kynntir og fjallað um áhrif þeirra á íbúa og starfsemi í nágrenni Sundabrautar. Frestur til þess að senda inn umsagnir eða athugasemdir er til 30. nóvember. Á kynningarfundunum verða fulltrúar Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og verkfræðistofunnar EFLU sem er ráðgjafi í Sundabrautarverkefninu. Fundirnir verða teknir upp og upptökurnar gerðar aðgengilegar á vef Vegagerðarinnar og Reykjavíkur,“ segir í tilkynningu.