
Horft af svölum niður á íþróttavöllinn sem m.a. hefur tíu körfuboltaspjöld, sex blakvelli og handboltavöll í fullri stærð. Sæti eru fyrir 640 gesti til beggja hliða, en auk þess verður hægt að standa á svölunum og fylgjast með kappleikjum í húsinu. Ljósm. mm
AvAir höllin tekin í notkun á næstu dögum
Í júní í sumar gerði Körfuknattleiksfélag ÍA samning við AvAir um að gerast aðalstyrktaraðili liðsins. Samhliða því mun keppnishús félagsins á Jaðarsbökkum bera nafn fyrirtækisins. AvAir er bandarískt fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi og leiðandi aðili á heimsvísu í viðskiptum með flugvélavarahluti. Fyrirtækið þjónustar þúsundir viðskiptavina um heim allan. Framkvæmdastjóri AvAir fyrir Evrópu, Mið-Austurlönd og Afríku er Skagamaðurinn Fjalar Scott.