
Brákarey síðla sumars. Þegar myndin var tekin var búið að ljúka niðurrifi frystihússins og verið að ganga frá yfirborði. Ljósm. mm
Verkís endurgreiddi að eigin frumkvæði vegna ráðgjafar í undirbúningi niðurrifs
Verkís hf. ákvað að eigin frumkvæði eð endurgreiða Borgarbyggð í júlí 850.000 króna þóknun sem innheimt var vegna ráðgafar í magntöku í fyrri áfanga niðurrifs Sláturhússins í Brákarey. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns var fyrri áfangi niðurrifsins boðinn út og átti Ó.K. Gámaþjónua-sorphirða ehf. lægsta tilboðið, tæpar 51,5 milljónir króna, en kostnaðaráætlun var 150,5 milljónir króna. Þegar á verkið leið kom í ljós að magntölur vegna útboðsins stóðust ekki og varð því heildarkostnaður við verkið tæpar 249 milljónir króna.