Íþróttir
ÍA liðið fyrir leikinn gegn KA. Ljósm. Berndsenphoto

Vestri tryggði sæti ÍA í Bónusdeildinni að ári

Spennan í fallbaráttu Bónusdeildar karla í knattspyrnu er mikil og það sást vel í leikjum næst síðustu umferðar sem leikin var í gær. Fyrir umferðina voru aðeins lið KA og ÍBV búin að tryggja sæti sitt meðal þeirra bestu á næsta ári. Lið ÍA, sem hefur verið á miklu skriði að undanförnu, var komið úr botnsætum en ekki sloppið og lið Vestra, KR og Aftureldingar voru í mikilli fallhættu.

Vestri tryggði sæti ÍA í Bónusdeildinni að ári - Skessuhorn