Fréttir

true

Sindri lagði Skallagrím á Höfn

Annarri umferð 1. deildar karla í körfuknattleik lauk á föstudaginn. Skallagrímsmenn fóru til Hafnar í Hornafirði þar sem þeir mættu liði Sindra í Ice Lagoon höllinni. Skallagrímsmenn höfðu frumkvæði framan af leiknum og eftir fyrsta leikhluta voru þeir yfir 25-31. Í öðrum leikhluta náðu Sindramenn að rétta sinn hlut og leiddu í hálfleik 53-49. Þriðji…Lesa meira

true

Grunur um salmonellu í kjúklingalærum

Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af buffalómarineruðum kjúklingalærum frá Störnugrís hf.  Fyrirtækið hefur innkallað vöruna. Innköllunin á eingöngu við um kjúkling með þessum tilteknu rekjanleikanúmerum, en varan hefur verið til í verslunum Bónuss og Krónunnar. Vöruheiti: Kjúklingur í buffalo Vörumerki: Stjörnufugl Lýsing á vöru: Kjúklingalæri í buffaló marineringu Geymsluskilyrði: Kælivara Lotunúmer: 8019-25287 og…Lesa meira

true

Sömdu lag og texta á barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð Vesturlands þar sem gleði, sköpun og leikur barna eru í forgrunni, fer fram þessa dagana um allt Vesturland. Hátíðin kemur að hluta til inná Rökkurdaga í Grundarfirði og um liðna helgi var Taktur og Texti í Grundarfirði þar sem krakkar á öllum aldri fengu tækifæri til að semja lag og texta undir handleiðslu Steinunnar…Lesa meira

true

Samdráttur í afla og aflaverðmæti á síðasta ári

Á árinu 2024 var landað rúmum 37.523 tonnum í höfnum á Vesturlandi að verðmæti rúmlega 9.559 milljónir króna. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Er þar um talsverðan samdrátt að ræða frá árinu 2023 bæði í magni og verðmætum þegar landað var rúmlega 59.171 tonni að verðmæti 11.195 milljónir króna. Samdrátturinn er því…Lesa meira

true

Verslunin Kassinn fagnaði 50 ára afmæli

Það var 17. október árið 1975 sem verslunin Kassinn var opnuð í fyrsta skipti í Ólafsvík. Nú 50 árum síðar er verslunin enn í fullum rekstri og enn með sömu rekstraraðila sem er óvenjulegt þó vissulega sé það ekki einsdæmi. Hjónin Ágúst Sigurðsson og Inga Jóhannesdóttir stofnuðu verslunina og sáu um reksturinn. Í dag nýtur…Lesa meira

true

Blóðsöfnun á Akranesi á morgun

Blóðbankabíllinn verður við Stillholt 16-18 á Akranesi á morgun, þriðjudaginn 21. október, frá kl. 10:00 – 17:00. Þangað eru allir sem mega gefa blóð hvattir til að mæta.Lesa meira

true

Rökkurdagar í Grundarfirði fóru af stað með krafti

Rökkurdagar í Grundarfirði standa yfir dagana 18. október til 5. nóvember og hófust þeir með alvöru krafti síðastliðið laugardagskvöld. Þá var boðið uppá þungarokksveislu í Samkomuhúsi Grundarfjarðar þegar hljómsveitirnar Duft, Patronian og Bergmenn spiluðu af hjartans lyst. Bergmenn riðu á vaðið en hún er skipuð ungum heimamönnum sem stóðu sig frábærlega. Það voru svo liðsmenn…Lesa meira

true

Pottormar á haustfagnaði

Pottormar í heita pottinum á Jaðarsbökkum á Akranesi komu saman til árlegs haustfagnaðar á föstudaginn. Þetta er hópurinn sem mætir í sund stundvíslega klukkan 6:30 á morgnana. Að þessu sinni var sest að snæðingi og notið stundarinnar, ásamt starfsfólki í lauginni, áður en íbúar fóru almennt á stjá eftir nóttina.Lesa meira

true

Kona verður orðlaus

Birna Guðrún Konráðsdóttir rithöfundur á Hvanneyri hefur í gegnum útgáfufyrirtæki sitt, Huldar – textasmiðju, gefið út bókina „Kona verður orðlaus – Lygilega sönn reynslusaga.“ Í bókinni er fjallað um afdrifarík örlög, ævintýralega sjúkrahússvist og annað skondið og skrýtið sem höfundur hefur reynt um ævina. Eins og Birna lýsti sjálf í ítarlegu viðtali sem hún gaf…Lesa meira

true

Lilja Rannveig kosin ritari Framsóknarflokksins

Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins var haldinn í gær. Fundurinn var sá fjölmennasti í sögu Framsóknar, en um þrjú hundruð fulltrúar og gestir víðs vegar að af landinu tóku þátt í honum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, greindi á fundinum frá því að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður á næsta flokksþingi…Lesa meira