
Inga Jóhannesdóttir var í góðum gír þegar ljósmyndari Skessuhorns kíkti í heimsókn. Ljósmyndir: tfk
Verslunin Kassinn fagnaði 50 ára afmæli
Það var 17. október árið 1975 sem verslunin Kassinn var opnuð í fyrsta skipti í Ólafsvík. Nú 50 árum síðar er verslunin enn í fullum rekstri og enn með sömu rekstraraðila sem er óvenjulegt þó vissulega sé það ekki einsdæmi. Hjónin Ágúst Sigurðsson og Inga Jóhannesdóttir stofnuðu verslunina og sáu um reksturinn. Í dag nýtur Inga liðsinnis Sigurðar sonar síns sem sér um daglegan rekstur verslunarinnar með henni. Boðið var uppá girnilegar veitingar í tilefni dagsins og frábær afmælistilboð þar sem hægt var að gera góð kaup.