Fréttir
Hér eru þeir Örvar og Vignir að landa úr Sverri SH eftir góða veiðiferð á Flákann á vertíðinni 2024. Ljósm. af

Samdráttur í afla og aflaverðmæti á síðasta ári

Á árinu 2024 var landað rúmum 37.523 tonnum í höfnum á Vesturlandi að verðmæti rúmlega 9.559 milljónir króna. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Er þar um talsverðan samdrátt að ræða frá árinu 2023 bæði í magni og verðmætum þegar landað var rúmlega 59.171 tonni að verðmæti 11.195 milljónir króna. Samdrátturinn er því tæp 36,6% í magni og 14,6% í verðmætum. Þennan mikla samdrátt má einkum rekja til loðnubrests. Engri loðnu var landað á árinu 2024 en á árinu 2023 var 24.966 tonnum af loðnu og loðnuhrognum landað á Vesturlandi að verðmæti rúmlega 1.659 milljónir króna. Sem fyrr er það þorskurinn sem skapar mesta aflaverðmætið á Vesturlandi. Á árinu 2024 var landað rúmum 20.676 tonnum að verðmæti rúmar 7.434 milljónir króna. Aflaverðmæti þorsks er því rúm 77,7% af heildaraflaverðmæti ársins 2024 og rúmlega 55,1% í magni talið.

Samdráttur í afla og aflaverðmæti á síðasta ári - Skessuhorn