
Grunur um salmonellu í kjúklingalærum
Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af buffalómarineruðum kjúklingalærum frá Störnugrís hf. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna. Innköllunin á eingöngu við um kjúkling með þessum tilteknu rekjanleikanúmerum, en varan hefur verið til í verslunum Bónuss og Krónunnar.