Íþróttir

Sindri lagði Skallagrím á Höfn

Annarri umferð 1. deildar karla í körfuknattleik lauk á föstudaginn. Skallagrímsmenn fóru til Hafnar í Hornafirði þar sem þeir mættu liði Sindra í Ice Lagoon höllinni. Skallagrímsmenn höfðu frumkvæði framan af leiknum og eftir fyrsta leikhluta voru þeir yfir 25-31. Í öðrum leikhluta náðu Sindramenn að rétta sinn hlut og leiddu í hálfleik 53-49. Þriðji leikhluti var Skallagrímsmanna og að honum loknum var staðan 70-74. Í fjórða og síðasta leikhluta reyndust Sindramenn sterkari og sigurinn var þeirra í leikslok 101-92.

Sindri lagði Skallagrím á Höfn - Skessuhorn