Íþróttir

Systkini Íslandsmeistarar í víðavangshlaupi

Víðavangshlaup Íslands fór fram í Laugardalnum á laugardaginn. Hlaupið er meistaramót Íslands í víðavangshlaupum og er opið öllum óháð getustigi. Vegalengdir í hlaupinu voru 1,5 km, 4,5 km og 9 km og síðan keppt í aldursflokkum. Start og mark var á miðju tjaldsvæði Reykjavíkurborgar í Laugardal og hlaupið í grasbrekkum og malarstígum þar í kring. Brautin var því nokkuð hæðótt.

Systkini Íslandsmeistarar í víðavangshlaupi - Skessuhorn