Fréttir
Grundartangahöfn og Elkem Ísland. Ljósm. mm

Elkem dregur úr framleiðslu og boðar uppsagnir á Íslandi og í Noregi

Elkem ASA hefur ákveðið að draga að hluta úr framleiðslu kísiljárns í verksmiðjunum í Rana í Noregi og á Grundartanga í Hvalfirði vegna krefjandi markaðsaðstæðna. „Skerðingin getur leitt til tímabundinna uppsagna starfsmanna,“ segir í tilkynningu frá Elkem í Noregi. „Við höfum ákveðið að draga tímabundið úr framleiðslu vegna áframhaldandi veikrar markaðsaðstæðna í Evrópu, sem hefur leitt til hækkandi birgða og lægra verðs. Í kjölfar rannsóknar Evrópusambandsins á hugsanlegum verndarráðstöfunum vegna innflutnings á kísiljárni og járnblendi hefur óvissan aukist enn frekar. Við munum nota lokunina til að draga úr birgðum okkar og styðja við betra markaðsjafnvægi hjá Elkem,“ segir Inge Grubben-Strømnes aðstoðarforstjóri Elkem ASA.

Elkem dregur úr framleiðslu og boðar uppsagnir á Íslandi og í Noregi - Skessuhorn