Fréttir

Eggjaframleiðsla þorsks jókst mest í Faxaflóa og Breiðafirði

Eggjaframleiðsla þorsks jókst mest í Breiðafirði og í Faxaflóa eftir árið 2010. Þetta kemur fram í nýlegri grein í tímaritinu ICES Journal of Marine Science en sagt er frá henni á vef Hafrannsóknarstofnunar. Í greininni er sagt frá rannsóknum á eggjaframleiðslu, metin áhrif meðalstærðar og aldursdreifingar á eggjaframleiðslu ásamt því að meta lifun þorskseiða fyrsta árið. Eggjaframleiðsla við Ísland jókst á öllum svæðum eftir árið 2010 en aukningin var mest eins og áður sagði í Breiðafirði og Faxaflóa og fylgdi aukinni stofnstærð hrygningarþorsks á svæðunum. Framleiðsla eggja minnkaði eingöngu í kantinum austur af Vestmannaeyjum en þar hefur hrygningarþorski fækkað verulega. Stærri og eldri hrygnur framleiða fleiri egg en minni og yngri hrygnur.

Eggjaframleiðsla þorsks jókst mest í Faxaflóa og Breiðafirði - Skessuhorn