
Skallagrímur féll úr VÍS-bikarkeppninni
VÍS-bikarkeppnin í körfuknattleik karla hófst í gærkvöldi með nokkrum leikjum í 32 liða úrslitum keppninnar. Lið Skallagríms fékk lið Breiðabliks í heimsókn en bæði liðin leika í 1. deild Íslandsmótsins. Þar er Breiðablik í öðru sæti eftir tvær umferðir en Skallagrímur er án stiga.