
Verk Helga Gíslasonar var sett upp í Svíþjóð árið 2012.
Vilja setja upp listaverk við aðkomu til Ólafsvíkur
Hildigunnur Haraldsdóttir og Þórir Hlífar Gunnarsson hafa óskað heimildar Snæfellsbæjar til uppsetningar listaverks við aðkomu til Ólafsvíkur. Í bréfi þeirra til bæjarstjórnar kemur fram að fallist bæjaryfirvöld á þessa hugmynd verði sótt um styrk til verksins hjá Uppbyggingarsjóði Vesturlands og einnig óskað eftir samstarfið við Snæfellsbæ. Þá hyggjast þau Hildigunnur og Þórir Hlífar styrkja uppsetningu verksins.