Fréttir

Söngtónleikar í Vinaminni á fimmtudagskvöld

Kalman - tónlistarfélag Akraness býður til stórtónleika á Vökudögum nk. fimmtudag, 23. október kl. 20. Þar kemur fram stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson ásamt stórtenórnum Kolbeini Jóni Ketilssyni og Matthildi Önnu Gísladóttur píanóleikara. Á efnisskránni eru íslensk og erlend sönglög úr ýmsum áttum eftir Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson, Franz Schubert, Hugo Wolf, Fransexco Paolo Tosti, Richard Strauss o.fl.

Söngtónleikar í Vinaminni á fimmtudagskvöld - Skessuhorn