Fréttir

true

Íbúar á Akranesi beðnir að lágmarka vatnsnotkun á föstudagskvöldið

Íbúar og fyrirtæki á Akranesi eru beðin um að fara sparlega með neysluvatnið föstudaginn 24. október frá kl. 21.00 og fram til kl. 03.00 aðfararnótt laugardags. Veitur eru nú að endurnýja lýsingartæki fyrir kalda vatnið á Akranesi til að tryggja heilnæmi þess fyrir samfélagið til lengri tíma. Nýju lýsingartækin gera fyrirtækinu kleift að bregðast hraðar…Lesa meira

true

Vilja tryggja áframhaldandi rekstur líkhúss í Ólafsvík

Sóknarsamlag Ingjaldshóls- og Ólafsvíkurkirkju hefur óskað eftir því að gerður verði nýr samstarfssamningur við Snæfellsbæ um rekstur líkhúss að Hjarðartúni 6a í Ólafsvík. Á fundi Sóknarsamlagsins nýlega var farið yfir rekstur hússins og þau atriði sem þarfnast umbóta. Í bréfi sem Sóknarsamlagið sendi bæjarstjórn Snæfellsbæjar segir að hvorki samlagið né kirkjurnar sjálfar hafi fjárhagslegt bolmagn…Lesa meira

true

Alvarleg bilun í rafbúnaði hjá Norðuráli – 2/3 kerjanna óvirk um óákveðinn tíma

Framleiðsla hefur verið stöðvuð í annarri af tveimur kerlínum álvers Norðuráls á Grundartanga í kjölfar bilunar sem varð í morgun í rafbúnaði í álverinu. „Þetta veldur því að álframleiðsla á Grundartanga skerðist um tvo þriðju um óákveðinn tíma. Framleiðsla í hinni kerlínu Norðuráls er stöðug og hefur umrædd bilun engin áhrif á rekstur hennar,“ segir…Lesa meira

true

Fuglainflúensa greinist í refum

Undanfarið hafa fundist veikir refir; einn á Þingeyri og þrír við Keflavíkurflugvöll. Sýni náðust úr þremur þeirra og í þeim greindist skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5. Sama gerð fuglainflúensu greindist í fuglum á Norðvesturlandi í september sl. og í fuglum og spendýrum hérlendis síðasta vetur. Greiningarnar fóru fram á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að…Lesa meira

true

Elkem mun draga úr framleiðslu en ekki segja upp fólki hér á landi

Elkem ASA hefur í hyggju að draga úr framleiðslu kísiljárns í verksmiðjum fyrirtækisins í Rana í Noregi og á Grundartanga í Hvalfirði vegna krefjandi markaðsaðstæðna. „Skerðingin getur leitt til tímabundinna uppsagna starfsmanna í Noregi, “ sagði í tilkynningu frá Elkem ASA í Noregi sem send var út í gær. Þess ber að geta að í…Lesa meira

true

Fyrirspurn á Alþingi um stöðu flóttafólks á Bifröst

Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um félgagsþjónustu sveitarfélaga. Þingmaðurinn óskar svara við því hvort ráðherra hafi í hyggju að beita sér fyrir breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga þannig að ríkissjóði verði heimilt að endurgreiða sveitarfélögum fjárhagsaðstoð við erlenda ríkisborgara sem átt…Lesa meira

true

Pílufélagið með mót í dartung

Á laugardaginn fór fram fjórða og síðasta stigamót ársins í dartung hjá Pílufélagi Akraness. Félagið átti tvo fulltrúa á þessu móti, þá Harald Magnússon og Hafstein Orra Gunnarsson. Báðir duttu þeir út í 16 manna úrslitum og enduðu í 9.-16. sæti í sínum aldursflokki. „Dagurinn heppnaðist stórvel og bauð PFA keppendum upp á pítsuveislu í…Lesa meira

true

Skallagrímur féll úr VÍS-bikarkeppninni

VÍS-bikarkeppnin í körfuknattleik karla hófst í gærkvöldi með nokkrum leikjum í 32 liða úrslitum keppninnar. Lið Skallagríms fékk lið Breiðabliks í heimsókn en bæði liðin leika í 1. deild Íslandsmótsins. Þar er Breiðablik í öðru sæti eftir tvær umferðir en Skallagrímur er án stiga. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og að honum…Lesa meira

true

Þróttur bauð lægst í sjóvarnir á Akranesi

Þrjú tilboð bárust í gerð sjóvarna á Akranesi sem Vegagerðin bauð út fyrir nokkru. Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns er um að ræða sjóvarnir á tveimur stöðum. Annars vegar 30 metra lengingu sjóvarnar við dæluhúsið á Ægisbraut og hins vegar hækkun og styrking sjóvarnar á 200 metra löngum kafla við Krókalón. Áætlaður kostnaður…Lesa meira

true

Vilja setja upp listaverk við aðkomu til Ólafsvíkur

Hildigunnur Haraldsdóttir og Þórir Hlífar Gunnarsson hafa óskað heimildar Snæfellsbæjar til uppsetningar listaverks við aðkomu til Ólafsvíkur. Í bréfi þeirra til bæjarstjórnar kemur fram að fallist bæjaryfirvöld á þessa hugmynd verði sótt um styrk til verksins hjá Uppbyggingarsjóði Vesturlands og einnig óskað eftir samstarfið við Snæfellsbæ. Þá hyggjast þau Hildigunnur og Þórir Hlífar styrkja uppsetningu…Lesa meira