Fréttir
Norðurál á Grundartanga. Ljósm. mm

Alvarleg bilun í rafbúnaði hjá Norðuráli – 2/3 kerjanna óvirk um óákveðinn tíma

Framleiðsla hefur verið stöðvuð í annarri af tveimur kerlínum álvers Norðuráls á Grundartanga í kjölfar bilunar sem varð í morgun í rafbúnaði í álverinu. „Þetta veldur því að álframleiðsla á Grundartanga skerðist um tvo þriðju um óákveðinn tíma. Framleiðsla í hinni kerlínu Norðuráls er stöðug og hefur umrædd bilun engin áhrif á rekstur hennar,“ segir í tilkynningu sem var að berast frá fyrirtækinu.

„Unnið er að því að greina ástæður bilunarinnar og útvega og flytja til landsins búnað til að koma framleiðslu í fyrra horf. Jafnframt mun Norðurál vinna náið með birgjum sínum og viðskiptavinum vegna breyttra áætlana.“