
Fuglainflúensa greinist í refum
Undanfarið hafa fundist veikir refir; einn á Þingeyri og þrír við Keflavíkurflugvöll. Sýni náðust úr þremur þeirra og í þeim greindist skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5. Sama gerð fuglainflúensu greindist í fuglum á Norðvesturlandi í september sl. og í fuglum og spendýrum hérlendis síðasta vetur. Greiningarnar fóru fram á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.