
Atvinnuvegaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2025. Markmiðið með stuðningnum er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði. Styrkur til einstakra nýliða gat numið allt að 20% af fjárfestingakostnaði, þó að hámarki níu milljónir króna. Heimilt er að veita stuðning til sömu fjárfestingar í allt að þrjú ár…Lesa meira