Fréttir

true

Samfylkingin langstærst í Norðvesturkjördæmi

Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup, sem unninn var fyrir Ríkisútvarpið, var fylgi stjórnmálaflokka brotið niður eftir kjördæmum. Í Norðvesturkjördæmi eru sex kjördæmakjörnir þingmenn. Nokkrar breytingar hafa orðið á fylgi flokka frá síðasta þjóðarpúlsi og enn meiri ef miðað er við fylgi þeirra í kosningunum í lok nóvember. Samfylking og Miðflokkur bæta við sig fylgi. Samfylking er…Lesa meira

true

Hafið verði skipulagt nám áhafna björgunarskipa

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til breytingu á lögum um áhafnir skipa. Frumvarpið, verði það að lögum, gerir ráðherra kleift að setja í reglugerð nánari ákvæði um menntun og þjálfun á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Slysavarnarskóla sjómanna  til skipstjórnar og vélgæslu á björgunarskipum. Námskrá og listi yfir kennara eru háð samþykki…Lesa meira

true

Héldu kaffisamsæti í Viku einmanaleikans

Kvenfélag Stafholtstungna í Borgarfirði tók um helgina þátt í verkefni Kvenfélagasambands Íslands sem nefnist Vika einmanaleikans. Er um að ræða vitundarvakningu um einsemd og einmanaleika og stendur yfir 3.-10. október. Verkefninu er ætlað að opna á umræðu um einmanaleika í samfélaginu, upplýsa almenning um orsakir og afleiðingar, hvetja til aðgerða og efla samtakamátt í þjóðfélaginu…Lesa meira

true

Kristín stimplaði sig rækilega inn að nýju í lyftingunum

Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona úr Borgarfirði, sem keppir fyrir ÍA, varð um helgina Íslandsmeistari í klassískum lyftingum. Kristín gjörsigraði í 84 kílóa flokknum með því að lyfta samanlagt 570,5 kílóum. Jafnfram náði hún besta árangri á mótinu, fékk 107,9 stig en engin önnur kona komst yfir 86 stigin. Kristín var með þátttöku á mótinu að stimpla…Lesa meira

true

Ferðamenn í fjöruferð lentu í vandræðum

Björgunarsveitin Klakkur í Grundarfirði var kölluð út um nónbil í gær vegna ferðamanna sem lent höfðu í vandræðum. Af einhverjum ástæðum höfðu þeir ákveðið að aka niður í fjöru við brúna yfir Kolgrafafjörð og fest bifreiðina í lausu fjörugrjóti. Sjávarföllin bíða ekki eftir neinum og sjórinn var að falla að og því þurfti að kalla…Lesa meira

true

Þróttur bauð lægst í framkvæmdir á Sementsreit

Í vikunni sem leið var skrifað undir verksamning um vinnu við gatnagerð, jarðvegsskipti og lagnir á hluta af Sementsreitnum á Akranesi. Að verkinu standa Akraneskaupstaður, Veitur, Ljósleiðarinn og Míla. Þróttur ehf. á Akranesi átti lægra tilboð í verkið en það hljóðaði upp á 298 milljónir króna en kostnaðaráætlun var 401 milljón. Fagurverk ehf. bauð 383…Lesa meira

true

Vilja að reglugerð um skelbætur verði gefin út án tafar

Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 25. september síðastliðinn var samþykkt samhljóða ályktun vegna skelbóta, undir liðnum „stefnumörkun í sjávarútvegi og skelbætur“. Lögð voru fram gögn vegna óvissu um áframhaldandi úthlutun skelbóta. Eins og fjallað hefur verið um í Skessuhorni stendur yfir endurskoðun Eyjólfs Ármanssonar innviðaráðherra á byggðakerfi sjávarútvegsins og hefur töf á úthlutun skelbóta leitt af…Lesa meira

true

Opnuðu verslun á Arnarstapa í samstarfi við Icewear

Á Arnarstapa á Snæfellsnesi var nú um mitt sumar opnuð verslun fyrir ferðamenn. Einkum er þar í boði fatnaður og gjafavörur frá Icewear, en einnig drykkir og aðrar veitingar. Verslunin er í uppgerðum útihúsum, fjárhúsi og hlöðu, sem tilheyrðu áður býlinu Eyri, skammt fyrir ofan bryggjuna og útsýnispallinn. Sjálft íbúðarhúsið á Eyri er hins vegar…Lesa meira

true

Gistinóttum fjölgaði minnst á Vesturlandi og Vestfjörðum

Gistinóttum á hótelum á landinu fjölgaði um 9,6% í ágúst á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Alls voru gistinæturnar rúmlega 667 þúsund á landinu öllu í ágúst en til samanburðar voru þær tæplega 609 þúsund í sama mánuði í fyrra. Mest varð fjölgunin á Suðurlandi…Lesa meira

true

Þórbergur kemur í Borgarnes

Einleikur byggður á bókinni Sálmurinn um blómið var frumsýndur á fjölum Söguloftsins í Landnámssetrinu síðastliðinn laugardag í túlkun Jóns Hjartarsonar leikara. Bókin kom út fyrir um 70 árum. Þar spjallar skáldið Þórbergur við litlu stúlkuna Lillu-Heggu og það er enginn annar en Guð sjálfur sem á hugmyndina að verkinu, sem er einstakt í sinni röð…Lesa meira