
Gistinóttum fjölgaði minnst á Vesturlandi og Vestfjörðum
Gistinóttum á hótelum á landinu fjölgaði um 9,6% í ágúst á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Alls voru gistinæturnar rúmlega 667 þúsund á landinu öllu í ágúst en til samanburðar voru þær tæplega 609 þúsund í sama mánuði í fyrra. Mest varð fjölgunin á Suðurlandi eða 20,5%. Aðrir landshlutar voru þar talsvert að baki. Minnst varð fjölgunin á Vesturlandi og Vestfjörðum eða 3,6% á milli ára eða úr 42.471 í 43.988.