
Á Söguloftinu er frásagnarlistin ein í fyrirrúmi, umbúðalaus. Texti og myndir: GJ
Þórbergur kemur í Borgarnes
Einleikur byggður á bókinni Sálmurinn um blómið var frumsýndur á fjölum Söguloftsins í Landnámssetrinu síðastliðinn laugardag í túlkun Jóns Hjartarsonar leikara. Bókin kom út fyrir um 70 árum. Þar spjallar skáldið Þórbergur við litlu stúlkuna Lillu-Heggu og það er enginn annar en Guð sjálfur sem á hugmyndina að verkinu, sem er einstakt í sinni röð og á sér ríkan sess í íslenskri bókmenntasögu.