
Stykkishólmshöfn og nágrenni. Ljósm. mm
Vilja að reglugerð um skelbætur verði gefin út án tafar
Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 25. september síðastliðinn var samþykkt samhljóða ályktun vegna skelbóta, undir liðnum „stefnumörkun í sjávarútvegi og skelbætur“. Lögð voru fram gögn vegna óvissu um áframhaldandi úthlutun skelbóta. Eins og fjallað hefur verið um í Skessuhorni stendur yfir endurskoðun Eyjólfs Ármanssonar innviðaráðherra á byggðakerfi sjávarútvegsins og hefur töf á úthlutun skelbóta leitt af sér mikla óvissu hjá þeim fyrirtækjum sem hafa á undanförnum árum fengið úthlutað skel- og rækjubótum.