Fréttir
Sementsreiturinn á Akranesi. Ljósm. mm

Þróttur bauð lægst í framkvæmdir á Sementsreit

Í vikunni sem leið var skrifað undir verksamning um vinnu við gatnagerð, jarðvegsskipti og lagnir á hluta af Sementsreitnum á Akranesi. Að verkinu standa Akraneskaupstaður, Veitur, Ljósleiðarinn og Míla. Þróttur ehf. á Akranesi átti lægra tilboð í verkið en það hljóðaði upp á 298 milljónir króna en kostnaðaráætlun var 401 milljón. Fagurverk ehf. bauð 383 milljónir.