Fréttir

true

Hringvegurinn í sundur á fimmtíu metra kafla

Það fór svo, eins og veðurfræðingur bentu réttilega á í gær, stórrigningar sem fylgdu fyrstu haustlægðinni gátu valdið skriðuföllum og að vatn flæddi yfir vegi. Gríðarleg úrkoma var um suðaustanvert landið frá því í gær og í morgun upplýsti Vegagerðin að hringvegurinn austan Hafnar í Hornafirði er nú lokaður eftir að vegurinn fór í sundur…Lesa meira

true

Verja gegn ágangi sjávar

Fyrirhugað er að reisa um 155 metra langa og um 12 metra breiða sjóvörn til varnar ágangi sjávar við Belgsholt í Melasveit. Áætlað magn af grjóti og sprengdum kjarna til verksins er um 3.000 rúmmetrar og áætlaður heildarfjöldi ekinna ferða með grjót og sprengdan kjarna um 300 rúmmetrar. Ein grafa verður á staðnum ásamt þeim…Lesa meira

true

Umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands fyrir úthlutun ársins 2026. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni í landshlutanum. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Að þessu sinni er kallað eftir umsóknum um styrki…Lesa meira

true

Reynt að draga úr hraða í gegnum bæinn

Til stendur að setja niður hraðahindranir á tveimur stöðum á Grundargötu í Grundarfirði. „Annars vegar hefur verið lögð malbikuð hraðahindrun, nokkuð löng, staðsett í hallanum upp að fyrstu húsum við austanverða Grundargötu. Malbikun Akureyrar sá um verkið sem unnið var snemma morguns 20. september. Hinsvegar stendur til að setja hraðahindrun vestan til í Grundargötu og…Lesa meira

true

Fuglainflúensa greinist í villtum fuglum fyrir norðan

Fyrir skömmu fundust á annan tug stormmáfa og hettumáfa dauðir í fjöru við Blönduós. Sýni voru tekin og í þeim greindist skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu H5N5 greindist einnig í kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku. Þetta staðfestir Tilraunastöð Hí í meinafræði á Keldum í gær. Fram…Lesa meira

true

Stefnir að sameiningu Skipulagsstofnunar og HMS

Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, hefur birt drög að frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda þar sem lagt er til að starfsemi Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) verði sameinuð. Með sameiningunni verður allur ferillinn, frá skipulagi til fullbúins mannvirkis, á höndum einnar stofnunar. Um 150 manns starfa hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á þremur stöðum á landinu…Lesa meira

true

Uppsagnir hjá Norðuráli

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, upplýsir á FB síðu sinni að framkvæmdastjóri Norðuráls hafi tilkynnt honum í morgun um uppsagnir í dag á 25 starfsmönnum Norðuráls á Grundartanga. Ástæðan var sögð aukinn framleiðslukostnaður og minni framleiðsla. „Samkvæmt mínum upplýsingum er að stórum hluta um að ræða almenna starfsmenn víða í verksmiðjunni, en mér var jafnframt…Lesa meira

true

Endurheimt votlendis stærsta verkefni LbhÍ til þessa

Peatland LIFEline.is er nýtt og metnaðarfullt verkefni sem miðar að endurheimt votlendis og líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Verkefninu er leitt af Landbúnaðarháskóla Íslands en aðrir samstarfsaðilar í því eru Land og skógur, Náttúrufræðistofnun, Fuglavernd, Hafrannsóknastofnun, Náttúruverndarstofnun og bresku fuglaverndarsamtökin Royal Society for the Protection of Birds. Verkefnið er að mestu fjármagnað af LIFE-sjóðnum, sem er…Lesa meira

true

Gjalda varhug við skógrækt á ræktunarlandi

Í sumar barst Skipulagsstofnun matsáætlun Heartwood Afforested Land ehf. vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Varmalækjar í Bæjarsveit. Í framhaldinu leitaði Skipulagsstofnun umsagna fjölmargra stofnana og félaga sem um málið hafa að segja en frestur til að gera athugasemdir rann út 15. ágúst. Nú hefur Skipulagsstofnun birt álit sitt. Í matsáætlun framkvæmdaraðila eru kynnt áform um…Lesa meira

true

Hvasst við fjöll á morgun, föstudag

Með fyrstu haustlægðinni hvessir um mest allt land með hlýindum í nótt og fyrramálið. Lægðin fer hratt fram hjá Reykjanesi. Þá er hætt við hviðum allt að 35 m/s, þvert á veg á Reykjanesbraut á morgun frá um kl. 10-14. Eins verður hvasst í Hvalfirði og við Hafnarfjall. Á spásvæðinu við Faxaflóa er gul viðvörun…Lesa meira