
Sjávarrof. Ljósm. af forsíðu skýrslu um fornleifaskráningu í Leirár- og Melasveit.
Verja gegn ágangi sjávar
Fyrirhugað er að reisa um 155 metra langa og um 12 metra breiða sjóvörn til varnar ágangi sjávar við Belgsholt í Melasveit. Áætlað magn af grjóti og sprengdum kjarna til verksins er um 3.000 rúmmetrar og áætlaður heildarfjöldi ekinna ferða með grjót og sprengdan kjarna um 300 rúmmetrar. Ein grafa verður á staðnum ásamt þeim bílum sem aka efni í garðinn og efni í sjóvarnargarðinn kemur úr opnum námum í nágrenni Belgsholts t.d. við Kirkjuból og Stóru Fellsöxl. Stuttur vegslóði verður lagður í fjörunni sunnan við garðinn en hann verður fjarlægður í verklok. Gert er ráð fyrir að framkvæmdatími sé um tveir mánuðir og að unnið verði utan varptíma fugla.