
Stefnir að sameiningu Skipulagsstofnunar og HMS
Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, hefur birt drög að frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda þar sem lagt er til að starfsemi Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) verði sameinuð. Með sameiningunni verður allur ferillinn, frá skipulagi til fullbúins mannvirkis, á höndum einnar stofnunar.