
Hvasst við fjöll á morgun, föstudag
Með fyrstu haustlægðinni hvessir um mest allt land með hlýindum í nótt og fyrramálið. Lægðin fer hratt fram hjá Reykjanesi. Þá er hætt við hviðum allt að 35 m/s, þvert á veg á Reykjanesbraut á morgun frá um kl. 10-14. Eins verður hvasst í Hvalfirði og við Hafnarfjall. Á spásvæðinu við Faxaflóa er gul viðvörun frá hádegi á morgun og til kvölds. Þar verður suðaustan 13-20 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Vindur getur verið varasamur fyrir ökutæki, einkum þau sem eru viðkvæm fyrir vindi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Veðurstofan hefur aflétt gulri viðvörun fyrir Breiðafjörð og Vestfirði, sem sett var á í gær. Lægðin mun ekki hafa áhrif þar.