
Lögregla á Vesturlandi hafði afskipti af 82 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í vikunni sem leið. Þar af mældist einn ökumaður á um 90 km/klst. hraða innanbæjar í Borgarnesi þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Einnig voru meint hraðabrot hjá 315 ökumönnum mynduð með færanlegri hraðamyndavél embættisins. Afskipti voru höfð af fimm ökumönnum vegna bílbelta.…Lesa meira








