
Trukkarnir litríku. Ljósm. mm.
Óvenjulegur gististaður og án leyfis
Fyrir einhverja handvömm tækninnar voru nokkur litskrúðug ökutæki við gististaðinn „The Stykkisholmur Inn“ í Stykkishólmi auglýst sem gistingarmöguleiki á Booking.com fyrir stuttu. Um nokkra flutningabíla er að ræða sem notaðir hafa verið fyrir starfsfólk gististaðarins og einstaka listamenn sem hafa gert þar myndskreytingar. Vakin var athygli á málinu á Facebooksíðu íbúa og líflegar umræður sköpuðust. Þar svaraði Vigdís Pála Halldórsdóttir, einn eigenda The Stykkisholmur Inn, því til að þeir hefði verið að prufa sig áfram og því hefði þetta komist inn á skráningu. En trukkarnir væru ekki til leigu hvort sem um eina nótt eða meira væri að ræða og búið væri að loka umræddri síðu á Booking.