Fréttir
Feðgar á leið í smalamennsku á Seljum. Bræðurnir Lárus Ástmar og Gunnar ásamt föður þeirra Hannesi sem er 92 ára. „Veðrið algjörlega frábært og allt gekk vel,“ skrifaði Lárus Ástmar eftir ferðina og bætti við að allskonar brölt í sambandi við kindur hefur verið samnefnari fjölskyldunnar í áratugi. Ljósm. María Alma Valdimarsdóttir

Göngur og réttir á Vesturlandi – myndasyrpa

Nú eru fyrstu göngur og réttir afstaðnar víða í landshlutanum, þó ekki allsstaðar. Á undanförnum dögum hefur verið í mörg horn að líta hjá bændum og búaliði við að smala afrétti og heimalönd; velja til ásetnings og senda í sláturhús. Hér að neðan gefur að líta svipmyndir frá liðnum vikum og þökkum við ljósmyndurum fyrir þeirra framlag.

Göngur og réttir á Vesturlandi - myndasyrpa - Skessuhorn