Fréttir

true

Jól í skókassa til barna í Úkraínu

Verkefnið Jól í skókassa á vegum KFUM og KFUK á Íslandi felst í því að gleðja börn í Úkraínu sem búa við bágar aðstæður og gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til að öll börnin fái svipaðar jólagjafir eru ákveðnir hlutir sem mælt er með að fari í hvern kassa. Gjafirnar eru…Lesa meira

true

Afhjúpuðu minningarskjöld um konuna sem lá úti

Kristín Kjartansdóttir á Sigmundarstöðum lá lærbrotin úti í á þriðja sólarhring á Þorranum 1949 Síðdegis á sunnudaginn var haldin lítil athöfn í landi í Sigmundarstaða í Hálsasveit, skammt vestan við landamerkin að Stóra Ási. Skjöldur var afhjúpaður á steini til minningar um atburð sem þar átti sér stað á Þorranum 1949 þegar 79 ára kona…Lesa meira

true

Göngur og réttir á Vesturlandi – myndasyrpa

Nú eru fyrstu göngur og réttir afstaðnar víða í landshlutanum, þó ekki allsstaðar. Á undanförnum dögum hefur verið í mörg horn að líta hjá bændum og búaliði við að smala afrétti og heimalönd; velja til ásetnings og senda í sláturhús. Hér að neðan gefur að líta svipmyndir frá liðnum vikum og þökkum við ljósmyndurum fyrir…Lesa meira

true

Óvenjulegur gististaður og án leyfis

Fyrir einhverja handvömm tækninnar voru nokkur litskrúðug ökutæki við gististaðinn „The Stykkisholmur Inn“ í Stykkishólmi auglýst sem gistingarmöguleiki á Booking.com fyrir stuttu. Um nokkra flutningabíla er að ræða sem notaðir hafa verið fyrir starfsfólk gististaðarins og einstaka listamenn sem hafa gert þar myndskreytingar. Vakin var athygli á málinu á Facebooksíðu íbúa og líflegar umræður sköpuðust.…Lesa meira

true

Malbikað í Stykkishólmi

Miklar framkvæmdir standa nú yfir við Aðalgötu og víðar í Stykkishólmi. Fram kemur á heimsíðu Sveitarfélagsins Stykkishólms að unnið er að því að malbika Aðalgötuna frá Pósthúsi fram yfir gatnamót Borgarbrautar. Þá stendur einnig til að malbika hluta Borgarbrautar auk minniháttar viðgerða hér og þar í bænum. Óhjákvæmilega fylgja framkvæmdum lokanir á götum en hjáleiðir…Lesa meira

true

Leggur til að sveitarfélög verði ekki með færri en 250 íbúa

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur kynnt í Samráðgátt stjórnvalda drög að frumvarpi þar sem ýmsar breytingar eru lagðar til á sveitarstjórnarlögum. Breytingarnar varða m.a. stjórnsýslu sveitarfélaga, íbúasamráð, frumkvæði ráðherra að sameiningum sveitarfélaga, samvinnu sveitarfélaga, fjármál og reikningsskil, starfshætti kjörinna fulltrúa og eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga. Meginmarkmið breytinganna er að styrkja stjórnsýslu sveitarfélaga og efla sveitarstjórnarstigið í…Lesa meira

true

Opnunarhátíð VÍS á Akranesi á föstudaginn

„Það er virkilega góð tilfinning að geta boðið bæjarbúum að fagna opnun nýrrar þjónustuskrifstofu okkar á Akranesi,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS í samtali við Skessuhorn, en félagið opnaði nýverið skrifstofu í bænum eftir að hafa lokað starfseminni þar árið 2018. Fjórir starfsmenn munu verða staðsettir á skrifstofunni sem Ingibjörg Ólafsdóttir, betur þekkt sem…Lesa meira

true

Tvö sundfélög í samstarf

Samstarfsverkefni Sundfélags Akraness og Sunddeildar Skallagríms er komið vel af stað. Í vor var tekin ákvörðun um að ráða Marinó Inga Adolfsson sem nýjan þjálfara hjá Sundfélagi Akraness. Ásamt því að þjálfa hjá félaginu tekur hann virkan þátt í enduruppbyggingu Sunddeildar Skallagríms í Borgarnesi. Æfingar hófust í byrjun september og nú eru þegar komin 37…Lesa meira

true

Gæðasalt framleitt á Reykhólum

Vörur frá fyrirtækinu Norður & Co ehf. sjást víða í matvöruverslunum undir vöruheitinu Norðursalt. Það er lífrænt vottað og numið úr sjó við Reykhóla þar sem fimm manns starfa við framleiðsluna. Skessuhorn fræddist um fyrirtækið hjá Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur framkvæmdastjóra fyrirtækisins og fyrrum sveitarstjóra Reykhólahrepps. Sjórinn er hrein auðlind Ingibjörg er nýtekin við starfi framkvæmdastjóra…Lesa meira

true

Rútuferð á bikarúrslitaleik

„Það er bikar í boði á föstudagskvöldið og við ætlum öll að hjálpast að við að sigla titlinum í höfn,“ segir í tilkynningu frá stuðningsmönnum Víkings í Ólafsvík sem boða bæjarferð á föstudaginn þegar liðið keppir til úrslita í fotbolti.net bikarnum. Andstæðingarnir verða Tindastóll frá Sauðárkróki. „Breiðavík ehf og Fiskmarkaður Snæfellsbæjar bjóða upp á rútuferð…Lesa meira