Fréttir

true

Dregið verður saman í útlendingamálum

Dómsmálaráðherra leggur áherslu á öryggi og einföldun í fjárlögum næsta árs, segir í tilkynningu. Heildarfjárframlög sem heyra undir ráðuneytið nema rúmum 73 milljörðum króna, eða um 4,5% af áætluðum útgjöldum ríkissjóðs. Stærsti hluti fjárveitinganna fer í öryggismál. Þar undir falla lögregla, Landhelgisgæsla, ákæruvald og fangelsismál, þar sem útgjöld nema rúmum 50 milljörðum króna. Það er…Lesa meira

true

Virða ekki lokanir vegna framkvæmda við Kirkjufellsfoss

Borið hefur á að ferðamenn virði ekki lokanir vegna framkvæmda sem nú standa yfir til að bæta aðstöðu við Kirkjufellsfoss í Grundarfirði. Unnið er við að laga göngustíga og koma fyrir útsýnispöllum. Framkvæmdin er á vegum Grundarfjarðarbæjar, í samvinnu við landeigendur, en verkið nýtur styrks frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Staðurinn er einn vinsælasti áningarstaður landsins. Björg…Lesa meira

true

Svæði fyrir frístundabúskap verður skipulagt

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 11. september afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar varðandi svæði undir frístundabúskap ofan við hesthúsahverfið við Selás. Endanleg afmörkun svæðisins liggur ekki fyrir. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd skoðaði málið á fundi í ágúst og vísaði því til nefndarinnar sem lagði fram tillöguna sem samþykkt var: „Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn…Lesa meira

true

Fjölmennasta púttmót landsins haldið í Borgarnesi

Púttvöllurinn að Hamri var troðfullur af fólki fimmtudaginn 11. september. Þá fór fram fimmta September-púttmótið sem er árlegt mót fyrir eldri púttara. Að mótinu stóðu þeir Ingimundur Ingimundarson og Flemming Jessen. Mótið nýtur vinsælda enda eina mótið sem skift er í aldursflokka. Alls mættu til leiks 76 eldri borgarar frá Suðurnesjum, Akranesi, Hvammstanga og Garðabæ,…Lesa meira

true

Fækkun um 900 vetrarfóðraðar kindur milli ára

Á fundi nýverið í fjallskilanefnd Þverárréttar kom fram að mikil fækkun sauðfjár hefur orðið á milli ára. Það veldur því að miklar breytingar þurfti að gera á fjallskilum fyrir haustið. Fækkað hefur um rúmlega 900 kindur frá árinu 2024. Heildar fjallskilakostnaður nú verður 4.872.860. krónur sem gerir 850 krónur á kind. Síðdegis í dag verður…Lesa meira

true

Náði ekki sínum besta árangri á HM í frjálsum

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir frjálsíþróttakona úr Borgarfirði keppti klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma í undankeppni sleggjukasts á HM í frjálsum íþróttum sem fram fer í Tókíó í Japan. Þetta var hennar frumraun á heimsmeistaramóti en hún setti eins og kunnugt er Íslandsmet í sleggjukasti í ágúst þegar hún kastaði 71,38 metra. Guðrún var í…Lesa meira

true

Bíða þess hvort öðru sinni verður höggvið í sama knérunn

Fréttaskýring um þá óvissu sem komin er upp í byggðakerfum sjávarútvegs Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ákvað á síðustu dögum fyrir upphaf yfirstandandi fiskveiðiárs að ráðast í endurskoðun að hluta á því sem kallað er byggðakerfi sjávarútvegsins. Sú endurskoðun stendur enn yfir og hefur leitt af sér mikla óvissu í útgerð og fiskvinnslu er byggir á línuívilnun…Lesa meira

true

Sigur Káramanna og sæti í deildinni að ári

Lokaumferðin í annarri deild karla í knattspyrnu var spiluð í dag. Knattspyrnufélagið Kári tók á móti Haukum í Akraneshöllinni og áttu eftir góðum sigur í síðasta leik möguleika á að verja stöðu sína í deildinni. Skemmst er frá því að segja að það tókst. Heimamenn báru sigur úr býtum með tveimur mörkum Finnboga Laxdal Aðalgeirssonar…Lesa meira

true

Gjóður á silungsveiðum

Gjóður er miðlungsstór ránfugl sem finnst víða um heim en er fremur sjaldséður flækningur hér á landi. Hann hefur sést í ríflega þrjátíu skipti áður hér við land. Einn gjóður er nú á silungsveiðum við Akrafjall. Sigurjón Einarsson ljósmyndari á Akranesi náði þessari stórgóðu mynd af fuglinum í birtingu í morgun, en fuglinn var þá…Lesa meira